Í október verða fjölbreytt námskeið í boði hjá Félagsmálaskóla Alþýðu sem byggja á námskrá trúnaðarmanna. Þau eru opin trúnaðarmönnum allra félaga, og geta nýst bæði nýjum trúnaðarmönnum sem vilja efla sig og eldri sem vilja rifja upp og halda sér við í hlutverki sínu.
Námskeiðin eru í fjarnámi sem þýðir að hægt er að taka þátt í þeim óháð staðsetningu.
Fræðsla er einn af hornsteinum sterkrar hreyfingar!
---
Trúnaðarmenn þurfa vilyrði frá sínu félagi ef það á að greiða námskeiðsgjöld.
Aðrir þátttakendur geta átt rétt á styrk frá sínu stéttarfélagi.
- 👉 Þjóðfélagið og vinnumarkaðurinn - Fjarnám
- 📅 7. október 2025
- ✨ Á námskeiðinu er farið í uppbyggingu stéttarfélaga og starfsemi þeirra ásamt hlutverki heildarsamtaka launafólks. Rætt er um er lýðræði frá mismunandi sjónarhornum.
- ⏰ Smelltu hér - Skráning og nánari upplýsingar
-
👉 Vinnuréttur - almennur vinnumarkaður - Fjarnám
- 📅 9. október 2025
- ✨ Á námskeiðinu er lögð áhersla á lög um vinnurétt, hvernig þau styðja kjarasamninga og hvernig íslenskur vinnumarkaður er uppbyggður. Farið er í réttindi launafólks á íslenskum vinnumarkaði.
- ⏰ Smelltu hér - Skráning og nánari upplýsingar
-
👉 Samskipti á vinnustað - Fjarnám
-
👉 Lestur launaseðla - Fjarnám
-
👉 Vinnueftirlit - vinnuvernd - Fjarnám
- 📅 28. október 2025
- ✨ Lögð er áhersla á lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og hvaða skyldur leggja þau á atvinnurekendur. Einng er fjallað um kosningu öryggistrúnaðarmanna, öryggisvarða og öryggisnefnda og hlutverk þeirra á vinnustað.
- ⏰ Smelltu hér - Skráning og nánari upplýsingar
-
👉 Mąż zaufania, jego rola i stanowisko – kurs online w języku polskim
- 📅 1. nóvember 2025
- ✨Kurs jest częścią obowiązującego programu szkoleniowego. Omówiona zostanie rola męża zaufania zgodnie z przepisami prawa oraz układami zbiorowymi, a także jego prawa i obowiązki.
- Kurs jest otwarty dla wszystkich mężów zaufania reprezentujących związki zawodowe oraz innych zainteresowanych tematem.
- ⏰ Kliknij tutaj – Rejestracja i więcej informacji
🌐 Fjarnámskeið - Samskipti í rauntíma!
Kennari og þátttakendur hittast í fjarfundi á Zoom þar sem kennari heldur fyrirlestur, sýnir glærur og notar önnur kennslugögn. Þú getur spurt spurninga og tekið þátt í umræðum alveg eins og á hefðbundnu staðnámskeiði.
📩 Hlekkur á fundinn: Þátttakendur fá sendan tengil á námskeiðið degi áður en það hefst. Það er því mikilvægt að skrá sig í tíma og fylgjast með tölvupóstinum sínum.
Skoða öll námskeið framundan