Í morgun komu nokkrir nemendur sem eru á almennri braut í VMA og sitja áfanga sem heitir ATF – Atvinnufræði í heimsókn á skrifstofu félagsins á Akureyri. Björn Snæbjörnsson, formaður félagsins, tók á móti þeim og kennara þeirra og kynnti fyrir þeim starfsemi félagsins. Hann fór einnig almennt yfir réttindi og skyldur á vinnumarkaði.
Það er alltaf gaman að fá góða gesti til félagsins. Miklar og góðar umræður urðu og hópurinn greinilega áhugasamur um málefnið.