Neyðarkallinn 2024 er mættur í hús. Það er félaginu bæði ljúft og skylt að styðja við bakið á því frábæra og óeigingjarna fólki sem styður við okkur öll þegar við þurfum á að halda.
Hægt er að kaupa stóra Neyðarkallinn með því að senda Súlum björgunarsveit skilaboð á Facebook eða póst á medstjorn1@sulur.is
Neyðarkall björgunarsveitanna á sér orðið langa sögu að baki þar sem það hófst 2006 og er því um að ræða 19. skipti sem björgunarsveitirnar bjóða almenningi að styðja starf þeirra með því að kaupa Neyðarkall.
Hagnaður af sölunni rennur til björgunarsveita og slysavarnadeilda og er hann notaður til að efla og styrkja starfið. Í gegnum tíðina hefur almenningur haft mikinn skilning á störfum björgunarsveita enda veit fólk að þegar neyðarkall berst bregðast þær hratt við með allan sinn mannskap, búnað, tækni og þekkingu.
Sala á Neyðarkalli fer fram fram 30. október til 3. nóvember 2024 og er hægt er að nálgast Neyðarkall hjá sjálfboðaliðum björgunarsveitanna í helstu verslunarkjörnum í þínu sveitarfélagi.