Niceair - tvö niðurgreidd gjafabréf í boði frá áramótum

Síðastliðið sumar gerðu Eining-Iðja og Niceair með sér samkomulag um tímabundin afsláttarkjör til áramóta á gjafabréfum hjá Niceair til félagsmanna Einingar-Iðju. Hver félagsmaður gat keypt eitt niðurgreitt gjafabréf á þessu tímabili og voru félagar duglegir að nýta sér þessi góðu kjör.

Ákveðið var að endurskoða samninginn og framlengja hann með smá breytingu. Hver félagsmaður getur frá síðustu áramótum keypt tvö gjafabréf á ári, sem er sparnaður upp á kr. 20.000. Fyrir hvert bréf er greitt kr. 22.000 en virði gjafabréfsins er kr. 32.000 og er því afslátturinn kr. 10.000 á gjafabréf.

Gjafabréfin eru seld í gegnum orlofsvef Einingar-Iðju

Hægt er að nýta gjafabréfin til kaupa á flugfargjaldi og annarri bókunarþjónustu hjá Niceair í gegnum bókunarsíðu félagsins www.niceair.is