Á kvennafrídaginn, 24. október 2025, frá 10:00 – 14:00 ætlar Alþýðusambandið að halda málþing um konur af erlendum uppruna á íslenskum vinnumarkaði, en viðburðurinn er haldinn í tilefni Kvennaárs 2025. Málþingið verður haldið í Kaldalóni í Hörpu.
Í tilefni kvennaárs hefur Alþýðusambandið ákveðið að varpa sérstöku ljósi á hinar fjölmörgu áskoranir sem mæta konum af erlendum uppruna á íslenskum vinnumarkaði og í samfélaginu. Þær festast gjarnan í láglaunastörfum, eiga erfitt með að fá hæfni og menntun sína viðurkennda og eiga síður bakland hér í landi. Í ræðu Aðalheiðar Bjarnfreðsdóttur, verkakonu og verkalýðsforingja, 24. október 1975, sagði hún kvennabaráttuna snúa að þeim sem hafi lægstu kjörin, minnsta baklandið og versta aðbúnaðinn. Með það í huga ætlum við nú að beina sjónum okkar að verkakonum nútímans, sem svo margar koma úr röðum innflytjenda og sinna mikilvægustu störfunum í samfélaginu.
Anna Júlíusdóttir, formaður félagsins verður í pallborði þar sem fjallað er um þemað Láglaunakonur og vanmat kvennastarfa. Bethsaida Rún Arnarson ein af stjórnarkonum félagsins og Karolina Joanna Gaworska ein af starfsmönnum félagsins munu einnig sitja þingið fyrir hönd Einingar-Iðju. Beth var fengin til að vera í undirbúningshóp við skipulagningu viðburðarins.
DAGSKRÁ
10:00 - Ráðstefnustýra opnar málþing. Vanessa Isenmann, verkefnastjóri hjá Mími
10:05 - Opnunarræða. Finnbjörn A. Hermannson, forseti ASÍ
Þema 1 – Láglaunakonur og vanmat kvennastarfa
10:20 - Bozena Raczkowska, deildarstjóri á leikskóla
10:30 - Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar
10:45 - Guðrún Margrét Guðmundsdóttir, jafnréttisfulltrúi ASÍ, stjórnar pallborði
Pallborð: Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra, Anna Júlíusdóttir, formaður Einingar-Iðju, Bozena Raczkowska og Gundega Jaunlinina, varaformaður Hlífar
Þema 2 – Viðurkenning á hæfni og menntun – aðgengi að íslenskukennslu
11:15 - Agnes Olejarz, starfsmaður kjaramálasviðs hjá Fagfélögunum
11:25 - Jakob Tryggvason, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands (RSÍ)
11:35 - Haukur Harðarsson, teymisstjóri hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins
11:45 - Hulda Anna Arnljótsdóttir, sérfræðingur og fulltrúi mennta- og barnamálaráðuneytis
11:55 - Bergþóra Hrönn Guðjónsdóttir, sviðsstjóri fræðslusviðs, stjórnar pallborði
Pallborð: Hulda Anna Arnljótsdóttir, Haukur Harðarsson, Jakob Tryggvason og Agnes Olejarz
12:15 Léttur hádegismatur
12:45 Uppbrot - Vendipunktar: Aðfluttar kvenraddir // Turning Points: Immigrant Women’s Voices
Sarah Woods and Emily Lethbridge (Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum // Árni Magnússon Institute for Icelandic Studies)
Þema 3 – Samfélag – sameiginleg ábyrgð og framtíð
13:00 - Agnieszka Szczodrowska, þjónustufulltrúi Framsýnar
13:10 - Aleksandra Leonardsdóttir, sérfræðingur í fræðslu og inngildingu hjá ASÍ
13:25 - Guðrún Margrét Guðmundsdóttir, stjórnar pallborði
Pallborð: Hanna Katrín Friðriðsson, atvinnuvegaráðherra, Halla Gunnarsdóttir, formaður VR og Christin Irma Schröder, deildarstjóri hjá PCC, Húsavík
13:55
Samantekt ráðstefnustýru um helstu umræðupunkta sem vert er að byggja á í framhaldinu. Málþingi slitið