Lyftan endurnýjuð í Alþýðuhúsinu

Mánudaginn 12. janúar nk. hefjast framkvæmdir við að setja upp nýja lyftu í Alþýðuhúsið á Akureyri. Áætlun gerir ráð fyrir að framkvæmdir taki allt að fimm vikur og því verður engin lyfta í notkun á þeim tíma.

Síðla síðasta árs fór fram vinna við lagfæringar á sjálfum lyftustokknum og gekk það verk vel.

Núverandi lyfta er orðin um 40 ára gömul og er búin að vera til vandræða í langan tíma. Nýja lyftan er af gerðinni Schindler 5000 og mun flytja félagsfólk og aðra gesti Alþýðuhússins milli hæða hússins um ókomin ár.

Við framkvæmd sem þessa má auðvitað búast við að þó nokkru ónæði í húsinu þegar lyftan verður rifin, en lögð er áhersla á að framkvæmdir gangi sem hraðast fyrir sig og með sem minnstu ónæði fyrir þá starfsemi sem er í húsinu.

Allir sem eiga leið í húsið eru beðnir um að sýna aðgát á meðan framkvæmdir standa yfir. Við biðjumst einnig fyrirfram afsökunar á þeim óþægindum sem verða vegna framkvæmdanna og vonum að gestir Alþýðuhússins sýni þessum framkvæmdum skilning.