Ný og bætt rafræn þjónusta fyrir félagsfólk

Hver félagsmaður á sitt eigið persónublað á Mínum síðum sem veitir góða yfirsýn yfir stöðu hvers fél…
Hver félagsmaður á sitt eigið persónublað á Mínum síðum sem veitir góða yfirsýn yfir stöðu hvers félagsmanns.

Eining-Iðja er að innleiða nýtt og betra félaga- og orlofshúsakerfi sem verður tekið í notkun næsta föstudag, 1. nóvember. Þann dag fara einnig nýjar Mínar síður í loftið sem eru mjög notendavænar. 

Kerfið er með „mínar síður“ sem nú þegar eru á nokkrum tungumálum og unnið að fjölgun þeirra. Mínar síður bjóða upp á fjölbreytta möguleika til gagnvirkni og að félagsmenn geti sinnt málum sínum sjálfir á þeim.

Persónublað
Hver félagsmaður á sitt eigið persónublað á Mínum síðum sem veitir góða yfirsýn yfir stöðu viðkomandi. Á því má finna yfirlit yfir félagsgjöld (sem endurspegla heildarlaun), skipt eftir mánuðum og atvinnurekendum. Jafnframt má sjá réttindi í sjóðum og hvernig þau hafa verið nýtt. Í flestum tilvikum er hægt að sækja ítarlegri upplýsingar um hvert atriði.

Kerfið er í stöðugri þróun og inniheldur m.a. kosningakerfi, hópa- og skeytakerfi, vefverslun, aðgangsstýrikerfi fyrir orlofsíðbúðir auk orlofskerfis, iðgjaldakerfis og styrkja og dagpeningakerfis.  Að auki er unnt að vinna fjölda skýrslna úr kerfinu. Tótal tengist BC bókahaldskerfi með veflausn og með þeirri samþættingu verður innheimta iðgjalda og afgreiðsla styrkja og dagpeninga sjálfvirk.

Nú stendur yfir yfirfærsla á gögnum frá gamla kerfinu yfir í hið nýja og vegna yfirfærslunnar var ákveðið að loka eldri Mínum síðum frá 25. október sem þýðir að lokað er fyrir rafrænar umsóknir orlofshús og íbúða og styrkja frá 25. október til 1. nóvember. Hægt verður að hafa samband við félagið þessa daga í síma 460 3600 til að bóka orlofshús eða íbúðir til áramóta.

Starfsfólk félagsins þakkar biðlundina og biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem þessar breytingar valda. Við hvetjum félagsfólk til að fara inn á Mínar síður frá og með næsta föstudegi,  skoða þær og uppfæra ef þarf upplýsingar um viðkomandi sem þar koma fram.