Ný sjúkraíbúð

Björn að fá lyklana afhenta í gær
Björn að fá lyklana afhenta í gær

Í gær tók Björn formaður við lyklunum að nýrri íbúð sem félagið gekk frá kaupunum á í lok febrúar sl. Nýja íbúðin sem er í Sóltúni 30, verður notuð sem sjúkraíbúð, en í húsinu á félagið fyrir eina sjúkraíbúð á 3.hæð, nýja íbúðin er á 2. hæð. Íbúðin er þriggja herbergja, 85 fermetrar að stærð.

Fyrirhugað er að taka nýju íbúðina í notkun fyrir 1. júlí nk. Nú verður farið í að gera hana klára en ákveðið var t.d. að endurnýja baðherbergi hennar með tilliti til fatlaðra, skipta um eldhúsinnréttingu og gólfefni og mála hana alla.

Einnig á félagið eina sjúkraíbúð í Ásholti og verður því með þrjár sjúkraíbúðir í Reykjavík þegar þessi verður komin í gagnið.