Nýja sjúkraíbúðin í Reykjavík tekin í notkun

Nýja íbúðin var öll tekin í gegn, m.a var baðherbergi endurnýjað með tilliti til fatlaðra, skipt var…
Nýja íbúðin var öll tekin í gegn, m.a var baðherbergi endurnýjað með tilliti til fatlaðra, skipt var um eldhúsinnréttingu og gólfefni, íbúðin máluð o.fl.

Fyrr á árinu var gengið frá kaupum á nýrri sjúkraíbúð í Reykjavík og nú í vikunni var hún tekin í notkun. Nýja íbúðin er þriggja herbergja, 85 fermetrar að stærð, á 2. hæð í Sóltúni 30, en í húsinu á félagið fyrir eina sjúkraíbúð á 3.hæð.

Nýja íbúðin var öll tekin í gegn, m.a var baðherbergi endurnýjað með tilliti til fatlaðra, skipt var um eldhúsinnréttingu og gólfefni, íbúðin máluð o.fl.

Félagið á einnig eina sjúkraíbúð í Ásholti og er því nú með þrjár sjúkraíbúðir í Reykjavík.