Nýr samningur við TDK samþykktur

Nýlega var skrifað undir framlenginu á samningi milli Einingar-Iðju annars vegar og TDK Foil Iceland ehf. hins vegar vegna félagsmanna Einingar-Iðju í vaktavinnu hjá fyrirtækinu. Kosningu um samninginn lauk í síðustu viku.

Samningurinn var samþykktur með 75% greiddra atkvæða. Þátttaka var 60%.

Nýi samningurinn gildir til 31. desember 2024.