Stjórn orlofsbyggðarinnar Flókalundar á Vestfjörðum hefur ákveðið að lengja leigutímabil á svæðinu og verður það opið í ár til 12. október. Þetta er mögulegt þar sem stofnlögn hitaveitu inn á svæðið er loks komin í jörðu.
Félagsmenn geta því leigt orlofshús félagsins í Flókalundi mun lengur þetta árið en verið hefur. Eftir sumarúthlutun verða í boði dagleigur og helgarleigur
Það eina sem þarf að gera er að skrá sig inn á Mínar síður félagsins, skoða hvað er laust, bóka og borga.
Nú gildir fyrstur bókar á Mínum síðum og greiðir þar, fyrstur fær.