Tvö trúnaðarmannanámskeið í vikunni

Myndin var tekin í gær þegar fyrsta námskeiðið eftir nýja skipulaginu fór fram.
Myndin var tekin í gær þegar fyrsta námskeiðið eftir nýja skipulaginu fór fram.

Í byrjun árs 2024 var tekið í notkun nýtt skipulag við kennslu á trúnaðarmannanámskeiðum félagsins. Námið er nú 12 sjálfstæðar einingar í stað fjögurra hluta þar sem nokkrar námseiningar voru kenndar saman. Sex námskeiðanna eru kenndir í fjarnámi en hin sex í staðnámi.

Í gær fór fram fyrsta námskeiðið eftir þessu nýja skipulagi í sal félagsins á Akureyri, Trúnaðarmaðurinn, starf hans og staða. Um 20 trúnaðarmenn frá Einingu-Iðju, FVSA og FMA tóku þátt í því. Leiðbeinandi var Sigurlaug Gröndal, frá Félagsmálaskóla Alþýðu. 

Í dag fer fram námskeiðið Starfsemi félagsins, kjarasamningar og sjóðir og voru um 20 trúnaðarmenn einnig skráðir á það. Starfsmenn stéttarfélaganna sjá um kennsluna þar sem m.a. er lögð áhersla á að trúnaðarmenn kynnist innra starfi félagsins og hvernig það er uppbyggt og hvernig þjónustu við félagsmenn er háttað. Kynntir eru sjóðir félagsins s.s. sjúkrasjóður, orlofssjóður, vinnudeilusjóður og starfsmenntasjóðir og hvernig félagsmenn öðlast rétt í þeim. Farið er í helstu atriði gildandi kjarasaminga og túlkanir. Einnig hvaða áherslur félagsins eru í réttindamálum sinna félagsmanna. 

Sjá nánar um trúnaðarmenn og næstu námskeið hér