Opið fyrir umsóknir um orlofshús næsta sumar

Einungis er hægt að senda inn rafræna umsókn í gegnum Orlofshúsavefinn. Ef þú lendir í vandræðum við…
Einungis er hægt að senda inn rafræna umsókn í gegnum Orlofshúsavefinn. Ef þú lendir í vandræðum við að senda inn umsókn getur þú fengið aðstoð í síma 460 3600.

Vert er að minna á að nú er opið fyrir umsóknir á netinu vegna orlofshúsa, íbúða félagsins og orlofs að eigin vali næsta sumar. Upplýsingar um hvað er í boði má finna á nýrri orlofshúsasíðu félagsins sem var verið að taka í gagnið. Einnig voru upplýsingar í orlofsblaði félagsins sem kom út 18. mars sl. Síðasti skiladagur umsókna er miðvikudagurinn 15. apríl nk., en úthlutun fer fram nokkrum dögum síðar. Þeir sem fá úthlutað þurfa að vera búnir að ganga frá greiðslu í síðasta lagi 4. maí. Í byrjun maí verður opnað á netinu fyrir laus hús. Þá gildir fyrstir koma, fyrstir fá.

ATHUGIÐ! Einungis er hægt að senda inn rafræna umsókn í gegnum Orlofshúsavefinn. Hægt er að skrá sig inn með Íslykli eða rafrænum skilríkjum í síma eða á korti. Ef þú lendir í vandræðum við að senda inn umsókn getur þú fengið aðstoð í síma 460 3600.

Ekki bara hús í boði
Að venju geta félagsmenn sótt um „Orlof að eigin vali,“ og keypt gistimiða á nokkur hótel, en með tilkomu nýs Orlofshúsavefs félagsins verða fleiri hótel í boði en áður. Þá verður enn og aftur boðið upp á að kaupa Veiðikortið og Útilegukortið á sérkjörum.

Gæludýr
Gæludýr eru stranglega bönnuð í öllum húsum félagsins, nema í orlofshúsi sem félagið leigir í Húsafelli og í íbúð sem félagið leigir í Súðavík. Dæmi eru um að slæm ofnæmistilfelli hafi komið upp og því er komið inn í leigusamning að leigutaki skuldbindur sig til að borga kr. 25.000 sekt ef þessi regla er brotin.