Opnir vinnufundir SA - Hvernig losnum við úr vítahring vaxta og verðbólgu?

Mynd af vef Framsýnar þar sem má sjá bæði Rut og Tryggva á vinnufundi SA sl. föstudag
Mynd af vef Framsýnar þar sem má sjá bæði Rut og Tryggva á vinnufundi SA sl. föstudag

Síðastliðinn föstudag fór fram opinn vinnufundur Samtaka atvinnulífsins á Akureyri en Samtökin eru á hringferð um landið þessa dagana. Fulltrúum frá félaginu var boðið að mæta á fundinn. Anna formaður var upptekin á formannafundi ASÍ sem fram fór í Reykjavík á sama tíma en Tryggvi varaformaður og Rut þónustufulltrúi mættu á fundinn. 

Á fundunum er lagt upp með þrjár spurningar og fá fundargestir það verkefni að svara þeim. Spurningarnar eru:

  1. Hvað geta aðilar vinnumarkaðarins gert?
  2. Hvaða geta stjórnvöld gert?
  3. Hvaða geta almenningur og einstakir atvinnurekendur gert?

Á heimasíðu SA segir að líflegar umræður hafi spunnist á meðal þátttakenda á fundinum þar sem saman voru komnir atvinnurekendur, aðilar frá verkalýðshreyfingunni og úr stjórnkerfinu og var mikill einhugur um leiðina að farsælli lausn í vetur - efla þyrfti samtakamátt. Þátttakendur kölluðu eftir nýrri þjóðarsátt til að vinna mætti bug á verðbólgunni og ná vaxtastiginu í viðráðanlegra horf fyrir heimili og fyrirtæki. Til þess þyrftu aðilar vinnumarkaðarins að hafa sameiginlegan skilning á verkefninu framundan.