Opnum á morgun fyrir umsóknir um sumarúthlutun

Sækja þarf um orlofshús eða Orlof að eigin vali á Mínum síðum félagsins.
Sækja þarf um orlofshús eða Orlof að eigin vali á Mínum síðum félagsins.

Klukkan 9:00 á morgun, miðvikudaginn 12. mars 2025, verður opnað fyrir rafrænar umsóknir vegna úthlutunar orlofshúsa og íbúða félagsins næsta sumar sem og Orlofs að eigin vali. Félagsmenn þurfa að sækja um sumarvikur og orlof að eigin vali á rafrænan hátt á Mínum síðum félagsins

Úthlutað verður rafrænt samkvæmt punktakerfi og því skiptir ekki máli hvenær félagsfólk sækir um orlofshús eða Orlof að eigin vali á úthlutunartímabilinu. 

Síðasti skiladagur umsókna er þriðjudagurinn 1. apríl, úthlutun fer fram 4. apríl.

Til að sækja um orlofshús er smellt á bláa takkann Sækja um við Sumarúthlutun Einingar-Iðju 2025 í orlofsrammanum á persónublaðinu.

Hér fyrir neðan má sjá helstu dagsetningar vegna úthlutunar sumarsins.

  • 12. mars kl. 09.00 opnar fyrir umsóknarferlið vegna sumars 2025. Umsóknarferlið er opið til 1. apríl.
  • 4. apríl fer fram úthlutun, þar sem hæsta punktastaða ræður úthlutun. Niðurstöður úthlutunar sendar í sms/tölvupósti til félagsfólks. Í heimabanka myndast tvær kröfur, staðfestingargjald sem er hluti af leiguverði og er ekki endurgreitt ef hætt er við leigu og eftirstöðvar upphæðar. Félagsmenn geta auðvitað greitt báðar kröfurnar strax.
  • Staðfestingargjald að upphæð kr. 5.000 þarf að greiða fyrir 11. apríl.
  • 5.  apríl til 2. maí verður hægt að ganga frá greiðslu/lokagreiðslu fyrir úthlutað hús eða íbúð. Ef greiðsla berst ekki á þessum tíma fellur umsókn niður.
  • 3. til 6. maí verður þeim eignum úthlutað, sem ekki hefur verið greitt fyrir eða hafa verið afbókuð, til þeirra sem fengu synjun.
  • Þann 8. maí kl. 12.00 opnar fyrir alla í „fyrst koma fyrst fá“. Þá er opnað fyrir þær vikur sumars sem eftir verða.

Félagsmenn hafa kost á að senda inn þrjár umsóknir, eina aðalumsókn og tvær til vara. Í valflipanum svæði þarf að velja úr þeim orlofskostum sem eru í boði eða Orlof að eigin vali og í valflipanum tímabil þarf að velja ákveðna viku.  (ATH! þegar verið er að sækja um Orlof að eigin vali þá þarf að velja vikuna 5. til 12. júní, enda er hún sú eina sem er í boði)

Í dæminu hér fyrir neðan er búið að velja tvær eignir og því má velja eina eign í viðbót eða þá Orlof að eigin vali. Á meðan umsóknarferlið er opið er hægt að færa valkosti á milli aðalvals og hvað á að vera til vara, eyða og bæta við eins og þörf krefur.

Ekki er hægt að færa til bókanir á sumarleigutímabili.

Einungis vikuleigur í boði

  • Eignir leigðar frá miðvikudegi til miðvikudags
    • Höfuðborgarsvæðið
  • Eignir leigðar frá fimmtudegi til fimmtudags
    • Brekkuskógur
    • Einarsstaðir
    • Flókalundur í Vatnsfirði
    • Húsafell (Gæludýr leyfð)
    • Illugastaðir
    • Súðavík
    • Svignaskarð
    • Tjarnargerði í Eyjafirði
  • Eignir leigðar frá föstudegi til föstudags
    • Bjarteyjarsandur í Hvalfirði
    • Flúðir
    • Klifabotn í Lóni
    • Munaðarnes
    • Stykkishólmur
    • Vaðnes
    • Ölfusborgir