Félagið vill vekja athygli á að félagsmenn sem fengu úthlutað fyrr á árinu Orlofi að eigin vali þurfa að skila inn reikningi eða farseðli á skrifstofur félagsins eða í gegnum Mínar síður fyrir kl. 12:00 á hádegi 30. desember til að fá endurgreitt.
ATH! Framvísa þarf löglega númeruðum vsk. reikningum eða farseðlum!
LEIÐBEININGAR UM RAFRÆN SKIL GAGNA FYRIR ÁRIÐ 2025
Hér fyrir neðan eru smá leiðbeiningar um hvernig félagsmenn sem fengu úthlutað "Orlofi að eigin vali 2025" geta sett sjálfir inn skjöl/gögn inn á Mínar síður vegna styrksins.
Einfaldast er að skruna niður persónublaðið og smella á „Styrkumsóknir“, þar sem umsóknin er aðgengileg. Þegar komið er inn í umsóknina er smellt á bláa takkann Opna og þá er hægt að senda inn gögn.