Orlofsuppbót/persónuuppbót 2023

Eining-Iðja vill minna félagsmenn á rétt sinn á að fá greidda orlofsuppbót/persónuuppbót, en það er föst fjárhæð sem atvinnurekendum er skylt að greiða starfsfólki sínu í maí/júní ár hvert. Uppbótin miðast við starfshlutfall og starfstíma á orlofsárinu, inniheldur orlof og tekur ekki breytingum skv. öðrum ákvæðum kjarasamninga. Áunna orlofsuppbót skal gera upp samhliða starfslokum verði þau fyrir gjalddaga uppbótarinnar.

  • Á almenna markaðinum kr. 56.000. greiðist 1. júní.
  • Hjá ríkinu kr. (Ósamið, upphæð síðasta árs var kr. 53.000) greiðist 1 . júní.
  • Hjá sveitarfélögum kr. 55.700 greiðist 1. maí. (Var kr. 54.350 en var hækkuð á fundi samráðsnefndar 25. apríl 2023)

Töflur sem sýna upphæð orlofsgreiðslu miðað við starfshlutfall og starfstíma

Sjá nánar