Prentaðir kjarasamningar mættir í hús

Í vikunni kom í hús glænýtt upplag af prentuðum kjarasamningum SGS. Þeir samningar sem eru komnir úr prentun eru heildarkjarasamningur SGS og SA sem og samningar sambandsins við Samband íslenskra sveitarfélaga, Bændasamtök Íslands og Landssambands smábátaeigenda og Samband smærri útgerða. Aðrir samningar, þ.e. greiðasölusamningur SGS og SA og samningur SGS og ríkisins, eru væntanlegir úr prentun á næstunni.

Hafi félagsmenn hug á að nálgast eintak af umræddum samningum má nálgast þá á skrifstofum félagsins. Alla samninga má nálgast á rafrænu formi hér og einnig á heimasíðu SGS.