Rafræn atkvæðagreiðsla hefst kl. 12 í dag

Rafræn atkvæðagreiðsla um nýjan kjaraamning við sveitarfélögin hefst í dag, mánudaginn 3. febrúar, kl. 12:00 og lýkur sunnudaginn 9. febrúar kl. 12:00. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar verða kynntar mánudaginn 10. febrúar. 

Hvernig á að greiða atkvæði?
Til að greiða atkvæði með rafrænum hætti smellir viðkomandi á hnappinn hér að neðan og skráir sig inn með rafrænum skilríkjum eða íslykli. Eftir innskráningu birtist atkvæðaseðilinn og getur viðkomandi þá greitt atkvæði. Athugið að kosningin verður ekki virk fyrr en kl. 12:00 mánudaginn 3. febrúar.

Eining-Iðja

Félagsmenn eru eindregið hvattir til að nýta réttindi sín og greiða atkvæði.

Starfsgreinasambandið hefur útbúið upplýsingasíðu þar sem sjá má hvað nýr kjarasamningur við sveitarfélögin inniheldur. Við hvetjum alla félagsmenn sem vinna undir þessum samningi að kynna sér hann vel. Á síðunni má m.a. finna kynningarbækling sem sendur verður í pósti á alla félagsmenn á kjörskrá og samninginn í heild fyrir árin 2020 til 2023, þ.e. bókin í heild

Sjá nánar hér