Athygli er vakin á breyttum reglum hjá Sjúkrasjóði Einingar-Iðju um skil á læknisvottorðum. Með þessu er verið að betrumbæta þær reglur sem þegar hafa verið í gildi í mörg ár.
- Umsókn um sjúkradagpeninga skjal fylgja ljósrit af læknisvottorði frá lækni, upprunnið í tölvukerfum heilsugæslunnar og spítalanna.
- Fyrsta vottorð þarf að vera íslenskt læknisvottorð. Framhaldsvottorð (vottorð vegna endurnýjunar/framlengingar) mega vera af erlendum toga en þurfa að vera ítarleg og innihalda sambærilegar upplýsingar og sjúkradagpeningavottorð. Ef þau eru á erlendu tungumáli þarf að fylgja þýðing yfir á íslensku eða ensku gerð af löggiltum skjalaþýðanda.
- Heimilt er að skila erlendu fyrsta vottorði ef félagsmaður veikist skyndilega í fríi erlendis. Félagsmaður getur þurft að færa sönnur fyrir því að um fyrirfram ákveðið frí erlendis hafi verið að ræða.
- Stjórn sjúkrasjóðs Einingar-Iðju þarf að samþykkja öll erlend læknisvottorð sem móttekin eru undir skilyrðum í lið 2) og 3). Úrskurður stjórnar er endanlegur.
Þessar reglur taka gildi frá og með 1. desember 2023.