Rétt ákvörðun að leita til VIRK

Á heimasíðu VIRK eru allar almennar upplýsingar um starfsemi VIRK og starfendurhæfingarferilinn, upplýsingar fyrir atvinnurekendur og þjónustuaðila VIRK. Auk þess má finna allar helstu grunnupplýsingar um VIRK, viðtöl við atvinnurekendur og þjónustuaðila og reynslusögur þjónustuþega.

Sem dæmi um reynslusögu má t.d. nefna viðtal við Viktor Rúnarsson, sem lauk samstarfi við VIRK fyrir rúmu ári, þar sem hann segir frá reynslu sinni og árangri í starfsendurhæfingu.

Þar segir hann m.a. aðspurður hvað hann vilji segja um það sem hann gerði hjá VIRK. „Að það hafi verið rétt ákvörðun hjá mér að leita þangað. Ég er ánægður með að hafa nýtt alla þá möguleika sem það samstarf bauð upp á. Ég nýtti alla möguleika sem ráðgjafinn benti mér á og þótt ég hafi ekki sótt mér sálfræðiþjónustu þá fór ég til markþjálfa og það reyndist mér vel. Ég gerði plan með markþjálfanum þegar ég hitti hann í upphafi og svo hitti ég hann þegar ég lauk samstarfinu við VIRK og við sáum að það sem ég hafði sett mér hafði gengið upp.
Ég er líka ánægður með að hafa spurt þeirra spurninga sem mér lágu á hjarta á námskeiðunum Toppi og Stökkpalli og sömuleiðis spurt ráðgjafann minn hjá VIRK þeirra spurninga sem ég vildi fá svar við.
Ég vil loks leggja áherslu á að ef fólk er að velta fyrir sér að fara í starfsendurhæfingu þá bara að drífa í því, svarið er að gera það óhikað og því fyrr því betra. Ég er ánægður með þá aðstoð sem ég fékk hjá VIRK og ég upplifði góða þjónustu en ég var svolitið smeykur þegar ég hætti þar, hvað tæki við.
Ráðgjafinn minn hringdi í mig og fylgdist aðeins með mér fyrst eftir að ég hætti í samstarfi við VIRK og það veitti öryggi. Fljótlega kom í ljós að það sem ég hafði byggt upp virkaði og þá var óöryggið fljótt að fara.“