Samið um smíði á húsi í Húsafelli

Húsið verður sambærilegt og nýtt hús félagsins í Svignaskarði, sem verið er að leggja lokahönd á og …
Húsið verður sambærilegt og nýtt hús félagsins í Svignaskarði, sem verið er að leggja lokahönd á og verður tekið í notkun síðar á árinu.

Á síðasta fundi í aðalstjórn félagsins var ákveðið að kaupa lóð í Húsafelli og láta smíða á henni orlofshús. Nú er bæði búið að ganga frá kaupum á lóðinni og semja við verktaka um framkvæmdina. 

Eiríkur J. Ingólfsson byggingaverktaki í Borgarnesi mun sjá um smíðina, en hann hefur reist fjölda orlofshúsa m.a. í Svignaskarði og í Húsafelli. Húsið verður sambærilegt og nýtt hús félagsins í Svignaskarði, sem Eiríkur og félagar eru að leggja lokahönd á og verður tekið í notkun síðar á árinu.

Framkvæmdir við húsbygginguna eiga að hefjast á árinu 2022 og er stefnt á að þeim verði lokið vorið 2023, þannig að það verði tilbúið til útleigu sumarið 2023.

Þetta verður fyrsta hús félagsins í Húsafelli, en undanfarin tvö ár hefur félagið tekið á leigu hús á svæðinu og hefur mikil eftirspurn verið eftir þessum stað .