Eining-lðja og Akureyrarbær hafa gert með sér eftirfarandi samkomulag um launakjör 17 ára ungmenna sumarið 2025, með vísan til ákvæðis 1.4.3 i kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir hönd Akureyrarbæjar og Starfsgreinasambands Íslands fyrir hönd Einingar-lðju.
1. Samningsaðilar eru sammála um að bjóða upp á störf fyrir 17 ára í vinnuskóla Akureyrarbæjar sumarið 2025 með sama hætti og sumarið 2024 enda sameiginlegt mat aðila að mikilvægt sé að tryggja að öll 17 ára ungmenni eigi þess kost að stunda sumarvinnu.
2. Akureyrarbær skuldbindur sig til að bjóða öllum 17 ára ungmennum með lögheimili hjá Akureyrarbæ, sem sækja um þátttöku í vinnuskóla þegar auglýst verður eftir umsækjendum, starf í allt að 175 klst. sumarið 2025.
3. Eining-lðja samþykkir fyrir sitt leyti að launakjör verði 86% af launaflokki 118 skv. kjarasamningi Starfsgreinasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
4. Akureyrarbær mun gera samkomulag um framkvæmdina við íþróttafélög og önnur félög sem taka að sér að útvega störf fyrir 17 ára ungmenni. Í samkomulaginu er fjallað um þau tilvik sem störfum er sinnt að hluta utan dagvinnumarka, fyrirkomulag ef til þess kemur að ungmenni eru ráðin áfram eftir að hafa skilað 175 tíma hámarki í dagvinnu og verklag ef verða slys á vinnutíma.