Starfsgreinasamband Íslands óskar eftir að ráða öflugan einstakling í starf framkvæmdastjóra. Um er að ræða afar fjölbreytt og krefjandi starf.
Starfssvið:
Menntunar- og hæfniskröfur:
Starfsgreinasamband Íslands er stærsta landssambandið innan ASÍ og samanstendur af 18 stéttarfélögum verkafólks með um 44 þúsund félagsmenn. Hlutverk sambandsins er að styðja og styrkja aðildarfélögin í þeirra starfi og hagsmunabaráttu félagsmanna þeirra. Skrifstofa sambandsins er í Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík.
Umsóknarfrestur er til og með 13. júlí nk. Umsækjendur eru vinsamlega beðnir um að sækja um hér.
Umsókninni þarf að fylgja ýtarleg ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.