Síðasti skiladagur umsókna vegna orlofskosta sumarsins

Í dag, 2. apríl 2024, er síðasti dagur til að senda inn rafræna umsókn vegna orlofshúsa og íbúða félagsins næsta sumar og vegna Orlof að eigin vali.  Upplýsingar um hvað er í boði má finna á orlofsvef félagsins

ATHUGIÐ! Einungis er hægt að senda inn rafræna umsókn í gegnum Orlofsvefinn. Hægt er að skrá sig inn með Íslykli eða rafrænum skilríkjum í síma eða á korti. Ef þú lendir í vandræðum við að senda inn umsókn getur þú fengið aðstoð á skrifstofum félagsins.

  • Miðvikudaginn 3. apríl verður orlofshúsum úthlutað
  • Þeir sem fá úthlutað þurfa að ganga frá greiðslu í síðasta lagi 15. apríl 2024.
  • 17. apríl 2024 verður opnað á netinu fyrir það sem enn verður laust. Þá gildir fyrstur kemur, fyrstur fær. Einnig verður hægt að hafa samband við skrifstofur félagsins til að fá upplýsingar um lausar vikur.