SÍMEY - Árangursrík samskipti

Í haust og vetur býður SÍMEY upp á fjöldamörg námskeið sem eru bæði starfstengd og tengd áhugamálum hvers og eins. Fjölmörg námskeið og námsleiðir eru í boði og geta áhugasamir m.a. kíkt hér til að sjá hvað er í boði. Sem dæmi um námskeið á næstunni má m.a. nefna:

Árangursrík samskipti - 7 tímar

Kennt í tveimur lotum 6. nóv og og 27. nóv frá kl. 12.30-16.00

Námskeiðið miðar að því að styrkja samskipti á vinnustað. Farið er yfir áhrifaríka samskiptaþætti, áhrif tilfinninga og viðbrögð til þess að efla samstarf og afköst. Unnið er með sjálfstraust, áhrifaríka samskiptatækni, endurgjöf og lausn ágreinings. Lögð verður áhersla á hvernig takast eigi við erfið starfsmannamál og farið yfir árangursríkar leiðir til að takast á við áskoranir sem upp koma s.s. samskiptavanda og óánægju, sem eru óhjákvæmlegt að komast hjá í samstarfi við aðra. Markmiðið er fyrst og fremst að efla einstaklinga í sinni samskiptafærni og láta þá hafa ákveðin verkfæri til að byggja upp áhrifaríkt samstarf.

Leiðbeinandi: Gyða Kristjánsdóttir hjá Hagvangi

Félagsmenn í stéttarfélaginu Eining Iðja hjá ríki og sveitarfélögum athugið!
Starfsmenntasjóðirnir Sveitamennt og Ríkismennt greiða námskeiðsgjald vegna þátttöku almennra starfsmanna sveitarfélaga og ríkisins. Þetta á einnig við um stofnanir ríkis og sveitarfélaga sem eru aðilar að Sveitamennt og Ríkismennt.