SÍMEY býður upp á raunfærnimat í matvælagreinum í nóvember

Núna í nóvember býður SÍMEY upp á raunfærnimat í matvælagreinum – matreiðslu, matartækni og framreiðslu.

Á heimasíðu SÍMEY segir að raunfærnimat sé fyrir 23 ára og eldri sem hafa a.m.k þriggja ára starfsreynslu úr því starfi sem meta skal. Raunfærnimat er ætlað þeim sem hafa litla, formlega menntun. 

Raunfærni er samanlögð færni sem einstaklingur hefur náð með ýmsum hætti, s.s. starfsreynslu, starfsnámi, frístundanámi, skólanámi, félagsstörfum, búsetu erlendis og fjölskyldulífi.

Sjá nánar á heimasíðu SÍMEY