SÍMEY - Fjölmörg námskeið í boði

Í haust og vetur býður SÍMEY upp á fjöldamörg námskeið sem eru bæði starfstengd og tengd áhugamálum hvers og eins. Fjölmörg námskeið og námsleiðir eru í boði og geta áhugasamir m.a. kíkt hér til að sjá hvað er í boði. 

Verkefnastjórar og ráðgjafar SÍMEY eru til taks fyrir einstaklinga til að skoða hvaða námskeið eða námsleiðir henta hverjum og einum. Einnig geta þeir bent á leiðir til að fjármagna námskeiðsgjöld o.fl. Þessi þjónusta er einstaklingum að kostnaðarlausu.

Í febrúar gerði SÍMEY samninga við starfsmenntunarsjóðina Sveitamennt, Ríkismennt um starfstengda símenntun. Sjóðirnir munu greiða fyrir þátttöku þeirra almennu starfsmanna sveitarfélaga og ríkisstofnana, stofnana þeirra og sjálfseignastofnana sem eru aðilar að Sveitamennt og Ríkismennt. Hér er um að ræða þátttöku starfsmanna í starfstengdum námskeiðum sem skipulögð eru af SÍMEY.  Félagsmenn í Einingu-Iðju sem eiga aðild að Ríkismennt og Sveitamennt geta því sótt námskeið hjá SÍMEY og greiða sjóðirnir fyrir þátttöku þeirra að fullu. Athugið að þátttaka mun ekki skerða einstaklingsstyrki starfsmanna í starfsmenntasjóðum. 

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir slík námskeið á næstunni

Í september

Verkefnastjórnun – verkefnisáætlun - 6 tímar – 17. september

Kennt: 17. september 09.00-16.00

Námskeiðið er fyrir fólk úr öllum geirum atvinnulífsins þar sem vinna í verkefnum er stór hluti af daglegu starfi.

 • Verkefnisgreiningar m.a. hagsmunaaðila- og áhættugreiningar.
 • Árangursmælikvarða og markmiðasetningu.
 • Sundurliðun verkefnis í verkþætti og gerð tíma- og kostnaðaráætlana.
 • Stjórnskipulag verkefnis og samskipti.
 • Ræs og lúkning verkefna.

Leiðbeinandi: Sveinbjörn Jónsson, verkfræðingur og MPM

0000000000 

Sterkari til starfa - Streituskólinn- 3 tímar- 19. september

Kennt: 19.september 16.00-19.00

Farið verður yfir muninn á streitu, kulnun og sjúklegri streitu. Þá verður þátttakendum gefin verkfæri til að greina streitu og kenndar rannsakaðar aðferðir henni til forvarnar og úrlausna. Greint verður frá því hvar ábyrgð starfsmansins liggur í endurkomuferli sínu. Eins verður fjallað um streituvalda, streituvarnir og álagsviðbrögð. Kynnt verða ný hugtök úr streitufræðunum og hvernig megi stuðla að vellíðan í starfi. Komið verður inn á tímastjórnun og fræðslu í samskiptum.

M.a. fjallað um endurkomuferli eftir veikindaleyfi og hvernig hægt er að blómstra í starfi á ný.

Markhópur: Einstaklingar sem stefna á vinnumarkað eftir veikindaleyfi eða eru að máta sig í starfi í kjölfar streitu/kulnunar.

Leiðbeinendur: Helga Hrönn Óladóttir og Inga Dagný Eydal frá Streituskólanum

0000000000 

Excel - Pivot töflur - 3 tímar – 24. september

Kennt: 24.september 09.00-12.00

Farið verður yfir helstu atriði varðandi venditöflur s.s.

 • Hvað er venditafla
 • Undirbúningur gagna
 • Síur og skilyrt útlit (litir og letur)
 • Gagnaskerar (slicers)
 • Myndrit - hvernig má setja gögn úr venditöflum fram myndrænt

Fyrirkomulag: Kennslan er í formi sýnikennslu en nemendur fá gögn til að vinna með og geta fylgt eftir og æft sig samhliða.  Nemendur geta mætt með eigin fartölvu með uppsettu Excel 2013 eða nýrra. Einnig er hægt að fá lánaða vél hjá Símey.

Leiðbeinandi: Sigvaldi Óskar Jónsson

0000000000 

Mannlegi millistjórnandinn - 16 tímar – hefst 26. september.

Markmiðið er að styrkja nýja stjórnendur og millistjórnendur í störfum sínum. Lögð er áhersla á mannlega þáttinn í starfi stjórnandans, mikilvægi þess að þekkja sjálfan sig og fólkið sitt. Námið samanstendur af fjórum hálfsdags vinnustofum og einstaklingsviðtölum. Vinnustofurnar eru byggðar upp af fyrirlestrum og hagnýtum æfingum.

Námskeiðið fer fram í fjórum lotum milli kl. 13:00 og 17:00 frá september til nóvember.

Í október

Þrautseigjuþjálfun - 3 tímar – 2. október

Kennt: 2. október frá kl. 13.00-16.00

Á námskeiðinu verður fjallað um hvernig má þjálfa þrautseigju, Túlkun okkar og viðbragð spilar aðalhlutverkið þegar þrautseigja er annars vegar og ef við getum tamið hugann til hugrekkis, náum við að efla þrautseigjuna.

Þátttakendur taka I resilience prófið fyrir námskeiðið og skoða m.a. hvaða leiðir þeir nota til að  hlaða batteríin og hvernig þeir hafa komist í gegnum tímabil streitu og álags.

Leiðbeinandi: Guðrún Snorradóttir, master í jákvæðri sálfræði og vottaður PCC stjórnendamarkþjálfi frá ICF (International coaching federation).

0000000000 

Outlook - sýnir, flýtileiðir og reglur - 3 tímar – 8. október

Kennt: 8.október 09.00-12.00

Á þessu þriggja tíma námskeiði verður áherslan lögð á hvernig hægt er að stilla innhólf (leslista) og einnig verður farið yfir flýtileiðir og reglur:

 • Stillingar á Innhólfi (leslista)
 • Outlook Rules
 • Quick steps
 • Að bóka fundi
 • Að skrifa skeyti
 • Farið yfir stillingar í File/Options

Fyrirkomulag: Kennslan er í formi sýnikennslu og dæmi tekin úr raunverulegu umhverfi. Nemendur geta mætt með eigin fartölvu með uppsettu Excel 2013 eða nýrra. Einnig er hægt að fá lánaða vél hjá Símey.

Leiðbeinandi: Sigvaldi Óskar Jónsson

 0000000000

Hvað er Eden Alternative hugmyndafræðin? - 3,5 tímar – 8. október

Kennt: 9. október 12.30-16.00

Námskeið ætlað stjórnendum í umönnun og þjónustu einstaklinga á öllum aldri sem þarfnast umönnunar og stuðnings við athafnir daglegs lífs s.s á hjúkrunarheimili, heimaþjónustu, heimahjúkrun, búsetukjarna og dagþjálfun.

Markmið námskeiðins er að:

 • Gefa innsýn í Eden hugmyndafræðina, áhrif á umhverfi, starfsemi, stjórnun, einstaklinginn, aðstandendur og starfsmenn.
 • Gefa innsýn í mikilvægi þess að vinna gegn  vanmætti, leiða og einmanaleika.

Fjallað verður um eftirfarandi þætti Eden Alternative:

 • Sögulegt upphaf frá 1990, alþjóðlega þróun  og þróunin á Íslandi
 •  Markmið sýn, gildi og menning
 •  Persónumiðuð umönnun og stuðningur
 •  Áhrif á umhverfi, stjórnun, starfsemi, einstakling, aðstandendur og starfsmenn
 •  ”Eden verkfæri” notkunn þeirra og tilgangur
 •  Breytingar og áhrif þeirra í starfsemi, daglegum störfum og á einstaklinginn

Leiðbeinandi: Rannveig Guðnadóttir sérfræðingur í Eden Alternative hugmyndafræðinni

0000000000 

Everything DiSC - Betri skilningur og bætt samskipti - 3 tímar  - 22. október

Kennt: 22. október frá kl. 13.00-16.00

Þarfir einstaklinga eru mismunandi þegar kemur að samskiptum. Oft er það þannig að við komum fram við fólk á þann hátt sem við viljum að sé komið fram við okkur sjálf, sem er gott og gilt. En hvað ef þú gætir komið fram við fólk eins og það vill að sé komið fram við sig? Þátttakendur á námskeiðinu munu taka Everything DiSC Workplace könnun  sem skilgreinir hvaða persónueiginleikar eru sterkir hjá þeim, hvernig þeir geta nýtt sér þá frekar og fá einnig innsýn á hvernig þeir geta nýta sína eiginleika í samskiptum við aðra á vinnustað.

Leiðbeinandi: Kjartan Sigurðsson vottaður DiSC þjálfari. Starfaði við þjálfun einstaklinga í Everything DiSC í Bandaríkjunum og hefur unnið með fyrirtækjum á Íslandi við að greina og þjálfa starfsfólk þess.

0000000000

Tölvuöryggismál - 3 tímar – 23. október

Kennt: 23.október 9.00-12.00

Það finnast margar hættur á netinu og margt ber að varast. En sem betur fer er ýmislegt sem við getum gert til þess að tryggja öryggi okkar og lært að forðast hætturnar. Á þessu námskeiði förum við yfir öryggismál almennt og lærum hvað við getum gert til að tryggja öryggi okkar.  Námskeiðið miðast við að notendur séu með Windows 10 stýrikerfið.

Fyrirkomulag: Námskeiðið er í fyrirlestraformi og með sýnikennslu.

Leiðbeinandi:  Hermann Jónsson, microsoft sérfræðingur.

0000000000

Sigrast á streitu - Streituskólinn - 3 tímar – 24. október

Kennt: 24.október 13.00-16.00

Farið verður yfir muninn á streitu, kulnun og sjúklegri streitu. Þá verður þátttakendum gefin verkfæri til að greina streitu og kenndar rannsakaðar aðferðir henni til forvarnar og úrlausna. Greinarmunur verður gerður á því hvar ábyrgð starfsmanna liggur. Kynnt verða ný hugtök úr streitufræðunum eins og til að mynda daghvíld á vinnustað. Farið verður í viðurkenndar aðferðir sem stuðla að slökun á vinnutíma.

Markhópur: Námskeiðið er sniðið fyrir almennt starfsfólk og verktaka/sjálfstætt starfandi.

Leiðbeinendur: Helga Hrönn Óladóttir & Guðrún Arngrímsdóttir frá Streituskólanum

0000000000

Outlook og Teams - 3 tímar – 29. október

Kennt: 29.október 09.00-12.00

Þetta námskeið er stytri útgáfa af tveimur námskeiðum, þ.e. "Outlook - sýnir, flýtiliðir og reglur" og "Notkun á microsoft Teams fyrir samskipt og stjórnun verkefna".  Um það bil þriðjungi tímans er varið í Outtlook og um tveir þriðju í Teams og verður eftirfarandi tekið fyrir:

Outlook: Stillingar á Innhólfi (leslista); Outlook Rules; Quick steps; Að bóka fundi; Að skrifa skeyti. 

Teams: Hvað er Microsoft Teams  og tilgangur; Helstu einingar; Hvernig stofnum við teymi … og hvað gerist/verður til?; Hvernig gefum við aðgang?; Chat - spjall; Teams - teymi og teymisvinna;  Meetings - fundir; Activity - atburðaskrá.

Fyrirkomulag: Kennslan er í formi sýnikennslu og dæmi tekin úr raunverulegu umhverfi. Nemendur geta mætt með eigin fartölvu með uppsettu Excel 2013 eða nýrra. Einnig er hægt að fá lánaða vél hjá Símey.

Leiðbeinandi: Sigvaldi Óskar Jónsson

Í nóvember

Tæklaðu streituna með tímastjórnun - Streituskólinn - 2 tímar – 5. nóvember

Kennt: 5. nóvember 13.00-15.00

Fjallað verður um aðferðir sem stuðla að bættri tímastjórnun og forgangsröðun svo draga megi úr streitu og kulnun. Kynnt verður nýjasta þekkingin úr streitufræðunum. Farið verður í tímaáætlanir og komið inn á algeng skipulagsforrit sem gagnast í daglegu lífi. hentar öllum þeim sem vilja fá betri yfirsýn yfir verkefnin sín, auka skipulagshæfni sína, draga úr streitu og stuðla að bættri forgangsröðun í starfi, námi eða daglegu lífi.  Svarað verður spurningum á borð við:

Leiðbeinandi:  Helga Hrönn Óladóttir frá Streituskólanum

0000000000

Árangursrík samskipti - 7 tímar – 6. og 27. nóvember

Kennt í tveimur lotum 6. nóv og og 27. nóv frá kl. 12.30-16.00

Námskeiðið miðar að því að styrkja samskipti á vinnustað. Farið er yfir áhrifaríka samskiptaþætti, áhrif tilfinninga og viðbrögð til þess að efla samstarf og afköst. Unnið er með sjálfstraust, áhrifaríka samskiptatækni, endurgjöf og lausn ágreinings. Lögð verður áhersla á hvernig takast eigi við erfið starfsmannamál og farið yfir árangursríkar leiðir til að takast á við áskoranir sem upp koma s.s. samskiptavanda og óánægju, sem eru óhjákvæmlegt að komast hjá í samstarfi við aðra. Markmiðið er fyrst og fremst að efla einstaklinga í sinni samskiptafærni og láta þá hafa ákveðin verkfæri til að byggja upp áhrifaríkt samstarf.

Leiðbeinandi: Gyða Kristjánsdóttir hjá Hagvangi

0000000000

Korter í kulnun - Leiðir til lausna fyrir stjórnendur - Streituskólinn - 2 tímar – 7. nóvember
Kennt: 7. nóvember 9.00-11.00
Farið verður yfir muninn á streitu, kulnun og sjúklegri streitu. Þá verður þátttakendum gefin verkfæri til að greina streitu og kenndar rannsakaðar aðferðir henni til forvarnar og úrlausna. Greinarmunur verður gerður á því hvar ábyrgð stjórnenda sem og starfsmanna liggur. Þá verður fjallað um með hvaða hætti megi gera endurkomu starfsmanns eftir veikindaleyfi sem mest ánægjulega sem og skilvirka. Kynnt verða ný hugtök úr streitufræðunum. Fjallað verður um nýjar leiðir sem stuðla eiga að jafnvægi og hvíld á vinnustað.
Markhópur: Námskeiðið er sérsniðið fyrir stjórnendur fyrirtækja og stofnana
Leiðbeinandi:  Helga Hrönn Óladóttir frá Streituskólanum

0000000000

Notkun á Microsoft Teams fyrir samskipti og stjórnun verkefna - 3 tímar – 12. nóvember

Kennt: 12.nóvember 09.00-12.00

Á þesssu þriggja tíma námskeiði verður Microsoft Teams kynnt og dæmi um notkun sýnd.

Mjög margir eru með Teams uppsett en hafa ekki alveg náð tökum á því hvernig hægt er að nota þetta vinsæla verkfæri Microsoft.

Meðal efnis verður:

 • Hvað er Microsoft Teams  og tilgangur
 • Helstu einingar
 • Hvernig stofnum við teymi … og hvað gerist/verður til?
 • Hvernig gefum við aðgang?
 • Chat - spjall
 • Teams - teymi og teymisvinna
 • Meetings - fundir
 • Calls - samtalslisti
 • Activity – atburðaskrá
 • Apps - viðbætur

Fyrirkomulag: Kennslan er í formi sýnikennslu og dæmi tekin úr raunverulegu umhverfi. Nemendur geta mætt með eigin fartölvu með uppsettu Excel 2013 eða nýrra. Einnig er hægt að fá lánaða vél hjá Símey.

Leiðbeinandi: Sigvaldi Óskar Jónsson

Eining-Iðja á aðild að fræðslusjóðunum Landsmennt, Ríkismennt og Sveitamennt. Sjóðirnir veita annars vegar einstaklingsstyrki vegna einstakra námskeiða og hins vegar styrki til stærri verkefna þar sem um væri að ræða samstarf fyrirtækja og verkalýðsfélaga í starfsmenntun, það er skipulagning á heildarlausnum starfstengdra námskeiða á hinum ýmsu sviðum atvinnulífsins.

Sá háttur er hafður á einstaklingsstyrkjunum að hver félagsmaður getur sótt um styrk til félagsins, sem metur umsóknina og afgreiðir styrkinn eftir starfsreglum sjóðanna. Eining-Iðja sækir síðan um endurgreiðslu til þeirra. Einingar-Iðju eiga rétt á að sækja um að ákveðnum skilyrðum uppfylltum og er fólk hvatt til að hafa samband við félagið og kanna rétt sinn.

Allar nánari upplýsingar um fræðslustyrki veitir Aðalbjörg G. Hauksdóttir, afgreiðslu- og fræðslufulltrúi félagsins, í síma 460 3600.

Upplýsingar um úthlutunarreglur og skilyrði er meðal annars að finna á vef fræðslusjóðanna