SÍMEY - Fjölmörg námskeið í boði

Í haust býður SÍMEY upp á fjöldamörg námskeið sem eru bæði starfstengd og tengd áhugamálum hvers og eins. Sem dæmi um námskeið má t.d. nefna:

Fjölmörg námskeið og námsleiðir eru í boði og geta áhugasamir kíkt á það nánar hér. Ný námskeið bætast stöðugt við og því er fólki bent á að fylgjast vel með á heimasíðu SÍMEY og á facebook síðu SÍMEY. 

  • Félagsmenn í stéttarfélögunum Eining Iðja, Kjölur og Sameyki sækja námskeiðin sér að kostnaðarlausu. 
  • Kjölur og Sameyki greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn og starfsmenntasjóðirnir Landsmennt, Ríkismennt og Sveitamennt greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir félagsmenn í Einingu Iðju. 
  • Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnir SÍMEY aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.

Félagsmenn í stéttarfélaginu Eining-Iðju hjá ríki og sveitarfélögum athugið!

Vert er að minna á að starfsmenntasjóðirnir Sveitamennt og Ríkismennt greiða námskeiðsgjald vegna þátttöku almennra starfsmanna sveitarfélaga og ríkisins. Þetta á einnig við stofnanir ríkis og sveitarfélaga sem eru aðilar að Sveitamennt og Ríkismennt. 

Fræðsluátak framlengt til ársloka!
Fyrr á árinu ákváðu stjórnir Landsmenntar, Ríkismenntar og Sveitamenntar að rýmka úthlutunarreglur einstaklingsstyrkja í ákveðinn tíma. Átakið átti að gilda frá 15. mars til og með 31. ágúst 2020 og gildir gagnvart námi/námskeiðum sem hefjast innan þessa sama tímaramma. Nú hafa stjórnir sjóðanna ákveðið að framlengja átakið og mun það gilda til 31. desember nk. Sjá nánar hér