SÍMEY - Frí náms- og starfsráðgjöf

Vert er að minna félagsfólk á að hjá SÍMEY er náms- og starfsráðgjöf í boði fólki að kostnaðarlausu.

Með náms- og starfsráðgjöf er hægt að skoða þá möguleika sem bjóðast þegar kemur að námi, starfsþróun eða annarri færniuppbyggingu. Ráðgjafarnir geta aðstoðað við markmiðasetningu, áhugasvið og í að finna réttu leiðirnar að settu marki. Ef þörf þykir á að efla sjálfstraustið er upplagt að leita til ráðgjafa hjá SÍMEY.

Hægt er að bóka tíma t.d. með því að senda póst á simey@simey.is eða með því að smella hér