SÍMEY - Síðustu veflægu námskeiðin í þessari lotu! Nokkur sæti ennþá laus

Vert er að benda á að nokkur sæti eru laus á tvö veflæg námskeið sem fara fram hjá SÍMEY í vikunni.

Kvíði barna og unglinga á tímum Covid

Námskeiðið fer fram þann 5. maí frá klukkan 14-15. Á námskeiðinu verður fjallað um eðli og einkenni kvíða hjá börnum og unglingum með áherslu á áhrif aðstæðna sem skapast hafa vegna Covid-19.  Orsakir kvíða verða skoðaðar og hvernig hann viðhelst.  Farið verður yfir hagnýtingu aðferða hugrænnar atferlismeðferðar til að takast á við kvíðavanda barna og unglinga og styrkja þeirra líðan.  

Skráning og nánar um námskeiðið hér

 

Vellíðan heima með góðu skipulagi

Þetta námskeið er tveggja daga 6. og 13. maí frá klukkan 14 til 15 eða 17 til 18 báða dagana.

Á námskeiðinu verður fjallað um það hvernig skipulagsleysi heima fyrir getur endurspeglast í líðan, t.a.m. þegar maður hugsar um tiltekt en veit ekki hvar á að byrja og fallast hreinlega hendur.

Öll getum við lent í því að vera einn daginn stödd þar í lífinu að verkefnin virðast óyfirstíganleg og maður veit ekki hvar á að byrja.

Að námskeiðinu loknu munu þátttakendur hafa kynnst leiðum til að:

  • auka verðmæti þess sem þeir eiga nú þegar
  • finna hvernig koma má ró á umhverfið sitt heimafyrir
  • finna mikilvægi þess að sleppa tökunum á því sem hefur lokið hlutverki sínu

Skráning og meira um námskeiðið hér.

Félagsmenn í stéttarfélögunum Eining Iðja, Kjölur og Sameyki sækja námskeiðin sér að kostnaðarlausu. Kjölur og Sameyki greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn og starfsmenntasjóðirnir Sveitamennt, Ríkismennt og Sveitamennt greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir félagsmenn í Einingu Iðju.