SÍMEY - starfstengd símenntun

Vert er að minna á að fyrr á árinu gerði Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar samninga við starfsmenntunarsjóðina Sveitamennt og  Ríkismennt um starfstengda símenntun. Með samningnum var tekið fyrsta skrefið í átt að auknu og markvissu samstarfi á milli aðilanna í þágu þekkingaröflunar starfsmanna og sveitarfélaga og ríkisstofnana á Norðurlandi. 

Sjóðirnir munu greiða fyrir þátttöku þeirra almennu starfsmanna sveitarfélaga og ríkisstofnana, stofnana þeirra og sjálfseignastofnana sem eru aðilar að Sveitamennt og Ríkismennt. Hér er um að ræða þátttöku starfsmanna í starfstengdum námskeiðum sem skipulögð eru af SÍMEY. 

Félagsmenn í Einingu-Iðju sem eiga aðild að Ríkismennt og Sveitamennt geta því sótt námskeið hjá SÍMEY og greiða sjóðirnir fyrir þátttöku þeirra að fullu. Athugið að þátttaka mun ekki skerða einstaklingsstyrki starfsmanna í starfsmenntasjóðum.