SÍMEY - tvö námskeið í næstu viku sem Ríkismennt og Sveitamennt greiða niður

Vert er að minna félagsmenn sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum að starfsmenntasjóðirnir Sveitamennt og Ríkismennt greiða námskeiðsgjald vegna þátttöku almennra starfsmanna sveitarfélaga og ríkisins. Þetta á einnig við um stofnanir ríkis og sveitarfélaga sem eru aðilar að Sveitamennt og Ríkismennt.

Einnig má benda á að í næstu viku eru á dagskrá hjá SÍMEY tvö námskeið sem Ríkismennt og Sveitamennt greiða niður fyrir starfsfólk. 

SÍMEY býður upp á fjöldamörg námskeið sem eru bæði starfstengd og tengd áhugamálum hvers og eins. Fjölmörg námskeið og námsleiðir eru í boði og geta áhugasamir m.a. kíkt hér til að sjá hvað er í boði.