Á heimasíðu Vinnueftirlitsins má finna upplýsingar um skráningu vinnutímana starfsfólks, sem er liður í að tryggja öryggi, heilsu og vellíðan á vinnustað. Hvernig er skráningu vinnutímans háttað á vinnustaðnum þínum?
Vinnutími starfsfólks er mikilvægur hluti af skipulagi vinnustaða og er einn af þeim sálfélagslegu áhættuþáttum sem þarf að meta í vinnuumhverfinu. Þess vegna þarf að skrá vinnutíma í hlutlægu, áreiðanlegu og aðgengilegu kerfi innan vinnustaðarins.
Upplýsingarnar skulu vera aðgengilegar starfsfólki tólf mánuði aftur í tímann samanber 57. gr. a laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, með síðari breytingum.