Vert er að benda félagsmönnum sem greiða í Stapa lífeyrissjóð á að á heimasíðu sjóðsins má finna upplýsingakerfi í formi "Spurt og svarað" til að gefa sjóðfélögum og öðrum sem áhuga hafa nánari upplýsingar um sjóðinn og þau réttindi sem hann veitir.
Þar má m.a. fræðast um eftirlaun, makalífeyri, barnalífeyri, endurhæfingar- og örorkulífeyri, séreign, tilgreinda séreign og sjóðfélagalán.