Starfslokanámskeið - skráningu lýkur í dag

Síðast hélt félagið starfslokanámskeið vorið 2018 og var mjög góð þátttaka í því.
Síðast hélt félagið starfslokanámskeið vorið 2018 og var mjög góð þátttaka í því.

Eining-Iðja og SÍMEY standa fyrir starfslokanámskeiði fyrir félagsmenn síðar í febrúar. Námskeiðið er fyrir þá sem nálgast eftirlaunaaldur með það að markmiði að fræða viðkomandi um rétt sinn og leiðbeina við starfslok. Síðast hélt félagið námskeið sem þetta vorið 2018. Fyrirhugað er að vera með slíkt námskeið út með firði í vor.

Námskeiðið, sem er frítt fyrir félagsmenn, verður haldið í samvinnu við SÍMEY dagana 24. og 26. febrúar nk. Námskeiðið fer fram í húsnæði SÍMEY á Akureyri, Þórsstíg 4, og stendur yfir milli frá kl. 16:30 til 20:00 báða dagana. 

Síðasti skráningardagur er í dag, fimmtudagurinn 20. febrúar. 

Skráning á námskeiðið Einnig er hægt að skrá sig í síma  460 5720.

Dagskrá er eftirfarandi:

Mánudagur 16:30-16:45 Námskeið sett Eining-Iðja, SÍMEY
24. febr. 16:45-17:45 Andlegar og félagslegar hliðar þess að hætta að vinna      Eyrún Kristína Gunnarsdóttir
  17:45-18:00 Hressing  
  18:00-19:00 Stapi - lífeyrissjóðsmál  Jóna Finndís Jónsdóttir
  19:10-20:00 Heilsueflandi fyrirlestur Sonja Sif Jóhannsdóttir
       
       
Miðvikudagur    16:30-17:00 Eininga-Iðja, félagið okkar við starfslok Fulltrúi Einingar-Iðju
26. febr. 17:10-18:00 Almannatryggingar og lífeyrismál Birna Ágústsdóttir
  18:00-18:15 Hressing  
  18:15-18:45 EBAK, Félag eldri borgara Akureyri EBAK
  18:45-19:15 Akureyrarbær, félagsstarf eldri borgara Bergljót Jónasdóttir
  19:15-19:45 SÍMEY hver erum við - hvað gerum við  
  19:45-20:00 Samantekt og lok