Starfslokanámskeið

Rúmlega 50 félagsmenn skráðu sig á námskeiðið
Rúmlega 50 félagsmenn skráðu sig á námskeiðið

Í gær hófst starfslokanámskeið sem félagið heldur í samvinnu við SÍMEY. Námskeiðið er fyrir félagsmenn sem eru að nálgast eftirlaunaaldur með það að markmiði að fræða viðkomandi um rétt sinn og að leiðbeina við starfslok. Námskeiðið tekur tvo daga, milli kl. 16:30 og 20:00, og verður seinni dagurinn á morgun.

Frítt var á námskeiðið fyrir félagsmenn Einingar-Iðju, en rúmlega 50 skráðu sig á það. 

Fjölbreytt dagskrá var í boði og hér fyrir neðan má sjá fyrirlestrana sem voru í gær og verða á morgun. 

Mánudagur 16:30-16:45      Námskeið sett Eining-Iðja, SÍMEY
24. febrúar 16:45-17:45 Andlegar og félagslegar hliðar þess að hætta að vinna      Eyrún Kristína Gunnarsdóttir
  17:45-18:00 Hressing  
  18:00-19:00 Stapi - lífeyrissjóðsmál  Jóna Finndís Jónsdóttir
  19:10-20:00 Heilsueflandi fyrirlestur Sonja Sif Jóhannsdóttir
       
       
Miðvikudagur 16:30-17:00 Eininga-Iðja, félagið okkar við starfslok Fulltrúi Einingar-Iðju
26. febrúar 17:10-18:00 Almannatryggingar og lífeyrismál Birna Ágústsdóttir
  18:00-18:15 Hressing  
  18:15-18:45 EBAK, Félag eldri borgara Akureyri EBAK
  18:45-19:15 Akureyrarbær, félagsstarf eldri borgara Bergljót Jónasdóttir
  19:15-19:45 SÍMEY hver erum við - hvað gerum við  
  19:45-20:00 Samantekt og lok