Í gær var haldinn fundur í aðalstjórn Einingar-Iðju og fór hann að þessu sinni fram á Múlabergi á Akureyri. Starfsmönnum félagsins hefur verið boðið að sitja einn stjórnarfund á hverju starfsári og mættu þeir starfsmenn sem gátu á fundinn.
Fjölmörg mál voru tekin fyrir á fundinum en alls voru 14 liðir á dagskrá. M.a. var Svana Rún Símonardóttir fengin til að mæta á fundinn og fara yfir niðurstöður ritgerðar um nauðungarvinnu og vinnumansal á Íslandi sem var lokaverkefni hennar í M.A. námi í félagsráðgjöf og mannréttindum við Gautaborgarháskóla. Þá var t.d. fjallað um íbúðir félagsins á Höfuðborgarsvæðinu, væntanlegan fulltrúaráðsfund Alþýðusambands Norðurlands, 10. þing Starfsgreinasambands Íslands sem fram fer á Akureyri í október og margt fleira.
Vert er að benda á að stjórnarmenn fá á hverjum fundi kynningu á raun stöðu reikninga félagsins og rekstri og því veit stjórnin ávallt hvernig staðan er miðað við fjárhagsáætlun ársins.