Stjórnarkjör

Nú stendur yfir fundur í trúnaðarráði félagsins og var verið að samþykkja tillögu uppstillingarnefndar að lista stjórnar og trúnaðarráðs Einingar-Iðju fyrir starfsárið 2020-2021. Einnig var samþykkt eftirfarandi tillaga um skilafrest lista:

Stjórnarkjör
Eining-Iðja auglýsir hér með eftir listum eða tillögum um mann í stjórnarsæti vegna kjörs stjórnar og trúnaðarráðs fyrir starfsárið 2020-2021 að viðhafðri allsherjaratkvæðagreiðslu.
Ber samkvæmt því að skila lista skipuðum 100 manns í trúnaðarráð, tveimur skoðunarmönnum reikninga og einum til vara til eins árs. Einnig er hægt að bjóða fram einungis gegn varaformanni og eða meðstjórnanda til tveggja ára.
Hverjum framboðslista eða tillögu skulu fylgja meðmæli minnst 80 fullgildra félagsmanna.
Listum eða tillögum ber að skila á skrifstofu félagsins Skipagötu 14 Akureyri eigi síðar en kl. 12:00 á hádegi fimmtudagsins 20. febrúar 2020.

Akureyri 10. febrúar 2020
Stjórn Einingar-Iðju