Sumarúthlutun - síðasti skiladagur umsókna er í dag

Síðasti skiladagur umsókna vegna orlofshúsa, orlofsíbúða og "Orlofs að eigin vali" er í dag, miðvikudagurinn 3. apríl 2019.

Einungis er hægt að sækja um orlofshús og orlofsstyrki á rafrænan hátt á félagavefnum. Hægt er að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum eða veflykli. Ef þú hefur ekki virkjað rafræn skilríki eða fengið veflykil frá félaginu þá þarftu að sækja um aðgang að vefnum og fá sendan veflykil heim. Þetta gerir þú á félagavefnum.