Vert er að benda á að sundlaugin á Illugastöðum í Fnjóskadal er opin og geta allir kíkt þangað í sund í sumar. Sundlaugin er staðsett við orlofsbyggðina á Illugastöðum en er öllum opin. Laugin er útilaug og eru þar tveir heitir pottar.
Á Facebook síðu byggðarinnar segir að frá og með laugardeginum 16. ágúst styttist opnunartími sundlaugarinnar, þá verður opið frá kl. 12:00 til kl. 17:00 alla daga nema föstudaga sem er lokað. Síðasti opnunardagur sumarsins verður svo þegar líður að mánaðarmótum
Síðasta sumar var boðið upp á ýmsa viðburði og aukaopnanir sem auglýst var sérstaklega, það er aldrei að vita nema eitthvað slíkt verði í boði í ár. Það er því um að gera að vakta síðuna þeirra til að fylgjast með þessum aukaopnunum.
Gjaldskrá sumarið 2025
Stakt gjald | 10 tíma kort | |||
---|---|---|---|---|
Börn, 6 - 17 ára |
|
400 kr. |
|
3.500 kr. |
Fullorðnir |
|
1.150 kr. |
|
8.000 kr. |
Aldraðir og öryrkjar |
|
500 kr. |
|
4.000 kr. |