Sundlaugin á Illugastöðum er opin

Vert er að benda á að sundlaugin á Illugastöðum í Fnjóskadal er opin og geta allir kíkt þangað í sund í sumar. Sundlaugin er staðsett við orlofsbyggðina á Illugastöðum en er öllum opin. Laugin er útilaug og eru þar tveir heitir pottar.

Á Facebook síðu byggðarinnar segir að sundlaugin sé opin alla daga í sumar frá kl. 10:30 til 17:30 nema föstudaga. "Svo er aldrei að vita nema að við tökum einhverja smá útúrdúra í sumar t.d. einhverjar kvöldopnanir eða þema daga/kvöld það verður þá auglýst sérstaklega. Hlökkum til að sjá ykkur sem allra flest í lauginni í sumar 🥰" Það er því um að gera að vakta síðuna þeirra til að fylgjast með þessum aukaopnunum.

Opnunartími sumarið 2024

  • Laugardaga til fimmtudaga 10:30 - 17:30

  • Lokað á föstudögum.

Gjaldskrá sumarið 2024

  Stakt gjald     10 tíma kort

Börn, 6 - 17 ára

 

400 kr.

 

3.300 kr.

Fullorðnir

 

1.100 kr.

 

7.700 kr.

Aldraðir og öryrkjar

 

500 kr.

 

3.850 kr.