Takk fyrir blómin

Á myndinni eru f.v. Anna varaformaður, Margrét innheimtustjóri, Birna og Sigrún skrifstofustjóri.
Á myndinni eru f.v. Anna varaformaður, Margrét innheimtustjóri, Birna og Sigrún skrifstofustjóri.

Það er alltaf gaman að fá góða gesti. Í morgun birtist á vef félagsins frétt um að í dag væru liðin 20 ár frá samruna Verkalýðsfélagsins Einingar og Iðju, félags verksmiðjufólks á Akureyri. Stuttu síðar birtist á skrifstofunni á Akureyri félagsmaður að nafni Birna Harðardóttir og vildi færa félaginu blóm í tilefni dagsins. Birna var lengi virk í stjórnum og ýmsum ráðum hjá félaginu ásamt því að vera trúnaðarmaður í áraraðir. Kærar þakkir fyrir okkur Birna.