Vert er að benda á að Félagsmálaskólinn býður upp á fjölbreytt fjar- og vefnám í mars sem hentar öllum sem vilja dýpka þekkingu sína á á starfi trúnaðarmannsins og réttindum á vinnumarkaði.
Námskeiðin eru byggð á námskrá trúnaðarmanna, í styttri útgáfu, og veita gagnlega innsýn og þekkingu sem nýtist í starfi og daglegu lífi trúnaðarmanna og starfsmanna stéttarfélaga.
Skráðu þig í dag og tryggðu þér sæti!
Greiðsla og styrkir: Trúnaðarmenn þurfa vilyrði frá sínu stéttarfélagi til að sækja námskeiðið eigi félagið að greiða. Aðrir þátttakendur hvetjum við til að sækja um styrki hjá sínu stéttarfélagi.
Skráningarfrestur er til hádegis daginn fyrir hvert námskeið.
---
Fylgstu með á www.felagsmalaskoli.is þar sem ný námskeið bætast reglulega við!
|
🌐 Fjarnámskeið - Samskipti í rauntíma! Kennari og þátttakendur hittast í fjarfundi - ZOOM - þar sem kennari flytur erindi, sýnir glærur og notar önnur kennslugögn. Þátttakendur fá sendan hlekk degi fyrir námskeiðið til að tengjast námskeiðinu.
|
|
|
🌐 Vefnámskeið - Sveigjanlegt nám!
Þátttakendur stjórna sjálfir hvenær þeir nýta efnið: horfa á myndbönd, lesa og leysa verkefni. Þetta er fullkomið fyrir þá sem vilja læra sínum hraða og þegar hentar. Námsgögn eru aðgengileg í einn mánuð.
|
|
|
|

|
📌Vinnustaðafundir - Vefnám 💸 - Gjaldfrítt! - Námskeiðið er ætlað trúnaðarmönnum en farið er í kjarasamningsbundinn rétt þeirra til að boða og halda vinnustaðafundi á vinnustað. Farið er í boðun, undirbúning og skipulag slíkra funda, tilgang þeirra og framkvæmd.
Skráningu lýkur 14. mars kl. 12:00. ➡️ Nánar & skráning
- Vefnám: 15. mars - 14. apríl 2025
|
|

|
📌Samningatækni - Fjarnám Á þessu námskeiði færð þú hagnýt verkfæri til að ná betri samningum, í lífi og starfi. Lögð er áhersla á grunnatriði samningatækni, hvernig best er að undirbúa sig og ná árangri í samningaviðræðum, ásamt því að unnið er með markmiðasetningu og greiningu á styrkleikum og veikleikum.
Skráningu lýkur 17. mars kl. 12:00.
➡️ Nánar & skráning
- Fjarnám: 18. mars – kl. 13:00-16:00.
|
|

|
📌Vinnuréttur, almennt - Fjárnám
Á námskeiðinu er lögð áhersla á lög um vinnurétt og hvernig þau styðja kjarasamninga og hvernig íslenskur vinnumarkaður er uppbyggður. Farið er í réttindi launafólks á íslenskum vinnumarkaði.
Skráningu lýkur 24. mars kl. 12:00.
➡️ Nánar & skráning
- Fjarnám: 25. mars 2025 - 9:00-12:00.
|
|

|
📌 Veikinda- og slysaréttur - Vefnám Á námskeiðinu er farið í rétt launafólks til launa í veikinda- og slysatilfellum samkvæmt lögum og gildandi kjarasamningum. Einnig er farið í vinnslu og töku og ýmis ákvæði er varða annars vegar veikindarétt og hins vegar slysarétt.
Skráningu lýkur 31. mars kl. 12:00. ➡️ Nánar & skráning
|
|
|
|
|
|