10. þingi Starfsgreinasambandsins lokið

Hér má sjá fulltrúa félagsins að þingi loknu fyrr í dag
Hér má sjá fulltrúa félagsins að þingi loknu fyrr í dag

10. þingi Starfsgreinasambands Íslands sem sett var á Akureyri sl. miðvikudag lauk fyrr í dag. Umræður um lífeyrismál voru helst áberandi á þinginu enda gríðarlegir miklir hagsmunir í húfi fyrir verkafólk í landinu, þá sérstaklega niðurfelling á opinberu jöfnunarframlagi sem bitnar helst á verkamannasjóðum sem hafa mun hærri örorkubyrði en aðrir lífeyrissjóðir. 125 fulltrúar frá 18 aðildarfélögum sambandsins sátu þingið, þar á meðal 15 frá Einingu-Iðju. 

Samþykktar voru sjö ályktanir á þinginu; um húsnæðismál, byggðamál, kjaramál, leikskólamál, lífeyrismál, þóknanir erlendra vörsluaðila lífeyrissparnaðar og um starfsemi PCC á Bakka. Allar ályktanir og afgreidd mál þingsins má nálgast á þingvef SGS.

Á þinginu var samþykkt starfsáætlun sambandsins til næstu tveggja ára, kosið var um aðal- og varamenn í framkvæmdastjórn til næstu tveggja ára, kosið var í fjórar fastanefndir fyrir starfstímabilið 2025-2027, þá fór fram kosning endurskoðenda og félagslegra skoðunarmanna reikninga.

Vilhjálmur Birgisson (Verkalýðsfélagi Akraness) var einn í framboði til formanns og Guðbjörg Kristmundsdóttir (Verkalýðs- og Sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis) var ein í framboði til varaformanns og voru þau því sjálfkjörinn til næstu tveggja ára. Sjö voru í framboði sem aðalmenn í framkvæmdastjórn og fimm sem varamenn og voru þau sjálfkjörin.

Vilhjálmur þakkaði í ræðu við þingslit kærlega fyrir það traust sem honum var sýnt til að leiða sambandið til næstu tveggja ára. Jafnframt sagði hann “hvorki stjórnvöld né atvinnurekendur geta hunsað okkur ef við stöndum saman sem eitt afl. Ég hef setið mörg þingin í áranna rás og hef í raun aldrei fundið fyrir jafnmikilli samstöðu og nú, en samt krafti og það skiptir öllu máli”. 

Nokkrir góðir gestir mættu á þingið á fimmtudeginum og fluttu eftirfarandi erindi:

  • Þróun og horfur í kjaramálum – Ágúst Arnórsson frá hagfræði- og greiningarsviði ASÍ
  • Staða launafólks á Íslandi – Kristín Heba Gísladóttir framkvæmdastjóri Vörðu
  • Málefni lífeyrissjóðanna– Jóhann Steinar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Stapa, og Björn Snæbjörnsson, formaður Landssambands eldri borgara.

Eftirtaldir munu sitja sem aðalmenn í framkvæmdastjórn sambandsins, auk formanns og varaformanns, til næstu tveggja ára:

  • Aðalsteinn Árni Baldursson, Framsýn stéttarfélag
  • Eyþór Þ. Árnason, Verkalýðsfélagið Hlíf
  • Guðrún Elín Pálsdóttir, Verkalýðsfélag Suðurlands
  • Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, AFL Starfsgreinafélag
  • Silja Eyrún Steingrímsdóttir, Stéttarfélagi Vesturlands
  • Tryggvi Jóhannsson, Eining-Iðja
  • Þórarinn Sverrisson, Aldan stéttarfélag

Sem varamenn í framkvæmdarstjórn voru kosnir eftirtaldir:

  • Alma Pálmadóttir, Verkalýðsfélagið Hlíf
  • Birkir Snær Guðjónsson, AFL starfsgreinafélag
  • Hörður Guðbrandsson, Verkalýðsfélag Grindavíkur
  • Hrund Karlsdóttir, Verkalýðs og sjómannafélag Bolungarvíkur
  • Sigurey A. Ólafsdóttir, Stéttarfélagið Samstaða

Skoðunarmenn reikninga

  • Eyrún Jana Sigurðardóttir, Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrenis
  • Rósfríð Áslaugsdóttir, Eining-Iðja

Til vara

  • Finnbogi Sveinbjörnsson, Verkalýðsfélag Vestfirðinga

Fastanefndir fyrir starfstímabilið 2025-2027:

  • Laganefnd
    • Arnar Hjaltalín, Drífandi stéttarfélag
    • Finnbogi Sveinbjörnsson, Verkalýðsfélag Vestfirðinga
    • Halldóra S. Sveinsdóttir, Báran stéttarfélag
    • Silja Eyrún Steingrímsdóttir, Stéttarfélag Vesturlands
    • Tryggvi Jóhannsson, Eining Iðja
  • Kjörnefnd
    • Arnar Hjaltalín, Drífandi stéttarfélag
    • Finnbogi Sveinbjörnsson, Verkalýðsfélag Vestfirðinga
    • Silja Eyrún Steingrímsdóttir, Stéttarfélag Vesturlands
    • Tryggvi Jóhannsson, Eining-Iðja
  • Fjárhagsnefnd
    • Magnús S. Magnússon Verkalýðs og sjómannafélag Sandgerðis
    • Hörður Guðbrandsson, Verkalýðsfélag Grindavíkur
    • Silja Eyrún Steingrímsdóttir, Stéttarfélag Vesturlands
  • Kjaranefnd
    • Arnar Hjaltalín, Drífandi Stéttarfélag
    • Finnbogi Sveinbjörnsson, Verkalýðsfélag Vestfirðinga
    • Halldóra S. Sveinsdóttir, Báran Stéttarfélag