Við hvetjum félagsfólk til þess að sýna samhug í verki með því að taka þátt í samstöðufundi á Ráðhústorgi kl. 14:00 í dag, laugardaginn 6. september.
Heildarsamtök launafólks, verkalýðsfélög, mannúðarsamtök, fagfélög og önnur samtök hafa tekið saman höndum til að halda mótmælafundi um land allt þar sem almenningur kemur saman til að sýna samstöðu sína með Palestínsku þjóðinni og krefjast þess að íslensk ríkisstjórn grípi til alvöru aðgerða til að sýna afstöðu sína gegn þjóðarmorðinu!