Þjónustufulltrúi á kjarasviði

Eining-Iðja leitar að öflugum starfsmanni í starf þjónustufulltrúa á kjarasviði. Um er að ræða krefjandi og fjölbreytt starf á Akureyri.

Helstu verkefni

  • Móttaka félagsmanna og almenn upplýsingagjöf.
  • Verkefnastjórnun.
  • Málefni tengd kjarasamningum.
  • Útreikningar.
  • Eftirlit með vinnustaðaskírteinum.
  • Samstarf og samskipti við hagsmunaaðila.
  • Önnur tilfallandi verkefni.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi æskileg.
  • Reynsla og þekking á vinnumarkaði og nærsamfélaginu.
  • Þekking á málefnum eins og vinnurétti er kostur.
  • Þekking á kjarasamningsmálum er kostur.
  • Framúrskarandi samskiptahæfni, jákvætt viðmót og þjónustulund.
  • Geta til að skilja og setja sig inn í mismunandi aðstæður einstaklinga.
  • Frumkvæði, sjálfstæði og skipulagshæfni.
  • Góð tölvukunnátta og færni í meðferð talna.
  • Góð tungumálakunnátta í íslensku, ensku og pólskukunnátta er kostur.
  • Færni í að koma frá sér efni í ræðu og riti.

Umsóknarfrestur er til og með 15. september 2020. Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigríður Ólafsdóttir hjá Mögnum, sigga@mognum.is.

Sækja um

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. 

Félagsvæði Einingar-Iðju nær frá Fjallabyggð að vestan til Grýtubakkahrepps að austan ásamt Hrísey og Grímsey. Félagið heldur úti öflugri þjónustu fyrir félagsmenn og leitast er við að tryggja þeim sem bestan aðgang að upplýsingum og þjónustu. Fjórtán starfsmenn starfa hjá félaginu á skrifstofum félagsins á Akureyri, Dalvík og í Fjallabyggð.