Vegna forfalla eru laus þrjú sæti í "Fjallaferð" félagsins sem hefst kl. 9:00 í fyrramálið. Eitt 2ja manna herbergi og eitt eins manns herbergi. Áhugasamir geta skráð sig í ferðina til lokunar í dag í síma 460 3600. Nú gildir fyrstur bókar, fyrstur fær.
Allar upplýsingar um ferðina má finna hér fyrir neðan.
"Fjallaferðin" 2025
Austurland 21. og 22. ágúst 2025
Lagt verður af stað kl 9:00 að morgni frá Alþýðuhúsinu, Skipagötu 14 Akureyri, fimmtudaginn 21. ágúst.
Keyrt verður austur í Sænautasel, þaðan í Kárahnjúka, niður í Fljótsdal og gist á Eiðum þar sem snæddur verður kvöldverður.
Ýmislegt spennandi verður skoðað á leiðinni og fræðst um t.d. Skriðuklaustur og Gestastofuna.
Eftir morgunverð föstudaginn 22. ágúst verður keyrt í Borgarfjörð Eystri þar sem skoðað verður þorpið Bakkagerði, heilsað verður upp á lunda í Hafnarhólma og borðaður hádegismatur.
Keyrt heim á leið, yfir Hellisheiði Eystri ef veður leyfir.
Komið verður við á Vopnafirði og í Minjasafninu í Burstafelli.
Komið heim til Akureyrar um kl 19:00.