Trúnaðarmannanámskeið á haustönn

Trúnaðarmenn félagsins eru okkar mikilvægasta fólk, tenging félagsins inn á vinnustaðina. Starfsfólk vinnustaða eiga að geta leitað til trúnaðarmanns með fyrirspurnir eða málefni sem varða réttindi og kjör sín. Mikilvægt að trúnaðarmenn mæti á trúnaðarmannanámskeið þegar þau eru haldin. Því er vert að benda trúnaðarmönnum félagsins á að búið er að raða niður fjar- og vefnámskeiðum á haustönn.

Ekki er búið að tímasetja námskeið sem kennd verða í staðnámi. Um miðjan ágúst verða settar inn dagsetningar fyrir örnámskeiðin og kynningar sem og þau fjarnámskeið sem tilheyra námskrá trúnaðarmannanámsins og verða tímasett eftir hádegi.

Námskeið í haust

Þegar þið trúnaðarmenn skráið ykkur á námskeið þá þarf að setja inn kennitölu félagsins sem greiðanda. ATH! Nauðsynlegt er að senda tölvupóst á asgrimur@ein.is og láta vita þegar þið skráið ykkur á námskeið upp á okkar bókhald að gera. 

  • Staðnám
    • Samskipti á vinnustað - Dagsetning kemur síðar 
    • Trúnaðarmaðurinn, starf hans og staða - Dagsetning kemur síðar 
    • Starfsemi félagsins, kjarasamningar og sjóðir - Dagsetning kemur síðar 
    • Lestur launaseðla og launaútreikningar - Dagsetning kemur síðar 
  • Örnámskeið-kynningar í fjarnámi
    • Vaktavinna á opinberum vinnumarkaði - 2. október 2025 milli 10 og 11:30
    • Kynning á starfi trúnm. ísl - Dagsetning kemur síðar 
    • Kynning á starfi trúnm. pól - Dagsetning kemur síðar 
    • Fæðingarorlofssjóður - Dagsetning kemur síðar 
    • Atvinnuleysistryggingsjóður - Dagsetning kemur síðar 
    • Ábyrgðasjóður launa - Dagsetning kemur síðar 
    • Veikindaréttur - Dagsetning kemur síðar 
    • Slysaréttur - Dagsetning kemur síðar 
    • Uppsagnir og uppsagnafrestur - Dagsetning kemur síðar  
  • Fjarnám
    • Sjálfsefling - 23. september 2025 milli kl. 9 og 12
    • Trúnaðarmaðurinn, starf hans og staða - 30. september 2025 milli kl. 9 og 12
    • Þjóðfélagið og vinnumarkaðurinn - 7. október 2025 milli kl. 9 og 12
    • Vinnuréttur - 9. október 2025 milli kl. 9 og 12
    • Samskipti á vinnustað - 14. október 2025 milli kl. 9 og 12
    • Lestur launaseðla og launaútreikningar - 21. október 2025 milli kl. 9 og 12
    • Vinnueftirlit/vinnuvernd  - 28. október 2025 milli kl. 9 og 12
    • Túlkun talna og hagfræði - 4. nóvember 2025 milli kl. 9 og 12
    • Að koma máli sínu á framfæri - 11. nóvember 2025 milli kl. 9 og 12
    • Samningatækni - 18. nóvember 2025 milli kl. 9 og 12
    • Almannatryggingar og lífeyrissjóðir - 25. nóvember 2025 milli kl. 9 og 12
    • Trúnaðarmaðurinn, starf hans og staða - Dagsetning kemur síðar milli kl. 13 og 16
    • Þjóðfélagið og vinnumarkaðurinn - Dagsetning kemur síðar milli kl. 13 og 16
    • Lestur launaseðla og launaútreikningar - Dagsetning kemur síðar milli kl. 13 og 16
    • Sjálfsefling - Dagsetning kemur síðar milli kl. 13 og 16
  • Vefnám
    • Trúnaðarmaðurinn, starf hans og staða - Námskeiðið er opið 1. til 30. september 2025.
    • Uppsagnir og uppsagnarfrestur - Námskeiðið er opið 1. til 30. september 2025.
    • Vinnustaðafundir - Námskeiðið er opið 1. til 30. september 2025.
    • Lestur launaseðla og launaútreikningar - Námskeiðið er opið 1. til 31. október 2025.
    • Veikinda-og slysaréttur - Námskeiðið er opið 1. til 31. október 2025.
    • Uppsagnir og uppsagnarfrestur - Námskeiðið er opið 1. til 30. nóvember 2025.
    • Vinnustaðafundir - Námskeiðið er opið 1. til 31. desember 2025.
    • Veikinda-og slysaréttur - Námskeiðið er opið 1. til 31. desember 2025.
    • Trúnaðarmaðurinn, starf hans og staða, kennsla fer fram á pólsku - Námskeiðið er opið 1. til 30. nóvember 2025.
      • Mąż zaufania, jego rola i stanowisko – kurs online w języku polskim - Jest to kurs online, który można odbyć w dowolnym momencie w okresie od 1. do 30. listopada 2025 r.

Sjá nánar um trúnaðarmenn og næstu námskeið hér

Skráning á námskeið fer fram á vef Félagsmálaskólans.