Trúnaðarmenn félagsins eru okkar mikilvægasta fólk, tenging félagsins inn á vinnustaðina. Starfsfólk vinnustaða eiga að geta leitað til trúnaðarmanns með fyrirspurnir eða málefni sem varða réttindi og kjör sín. Mikilvægt að trúnaðarmenn mæti á trúnaðarmannanámskeið þegar þau eru haldin. Því er vert að benda trúnaðarmönnum félagsins á að búið er að raða niður fjar- og vefnámskeiðum á haustönn.
Ekki er búið að tímasetja námskeið sem kennd verða í staðnámi. Fljótlega verða settar inn dagsetningar fyrir örnámskeiðin og kynningar sem og þau fjarnámskeið sem tilheyra námskrá trúnaðarmannanámsins og verða tímasett eftir hádegi.
Námskeið í haust
Þegar þið trúnaðarmenn skráið ykkur á námskeið þá þarf að setja inn kennitölu félagsins sem greiðanda. ATH! Nauðsynlegt er að senda tölvupóst á asgrimur@ein.is og láta vita þegar þið skráið ykkur á námskeið upp á okkar bókhald að gera.
Sjá nánar um trúnaðarmenn og næstu námskeið hér
Skráning á námskeið fer fram á vef Félagsmálaskólans.